Á sunnudaginn tók ég þá ákvörðun að September skyldi vera hollur mánuður. Ég ætla að hugsa einstaklega vel um mataræðið, hreyfa mig reglule...

Healthy September

Á sunnudaginn tók ég þá ákvörðun að September skyldi vera hollur mánuður. Ég ætla að hugsa einstaklega vel um mataræðið, hreyfa mig reglulega og dekra við húð og hár. Það getur verið mjög hvetjandi að setja sér reglulega markmið, hvort sem þau eru stór eða smá. Maður verður ósjálfrátt skipulagðari og glaðari einstaklingur. Það þurfa ekki að vera stórir hlutir sem unnið er að en um leið og þú setur nokkra punkta niður á blað og vinnur markvisst að þeim, getur það haft góð áhrif. Ég er einnig með nokkur góð App í símanum mínum sem hjálpa mér með skipulag og get ég mælt með One Thing og Way of LifeÍ gær bjó ég mér til geggjaða súpu úr graskeri og sætum kartöflum. Súpan er upphaflega tekin af Green Kitchen Stories sem er án efa ein af mínum uppáhalds matarbloggum. Ég hef svo breytt og aðlagað súpuna að mínum smekk og er hún í miklu uppáhaldi.


Súpa fyrir 3-4 manns
1 meðalstórt Grasker (butternut - til í Melabúðinni) 
1 1/2 meðalstór sæt kartafla
1 dós af kókosmjólk
1 bolli soðið vatn
1 grein af fersku rosemary (til í Melabúðinni)
smá engifer rifið niður (ca.1cm)
1 msk. epla edik
örlítið af sjávarsalti
örlítið af pipar

Skerið graskerið og sætu kartöflurnar í tvennt og fjarðlægið fræin úr graskerinu með skeið. Leggið á hvolf á plötu og látið bakast í ca. 25-40 mín. eða þar til börkurinn er farinn að krauma (sést vel á graskerinu). Á meðan þetta er að bakast er gott að blanda kókosmjólkinni ásamt hinu innihaldinu saman í blandara/matvinnsluvél. Þegar börkurinn er orðinn laus og auðvelt er að losa hann frá er grænmetinu bætt útí súpuna og blandað vel saman. Að lokum er gott að hella öllu í pott og hita upp í nokkrar mínútur. Súpan er svo borin fram með sýrðum rjóma (gott að blanda nokkrum matskeiðum af grísku jógúrti saman við).


Ég ákvað að baka brauð með og er uppskriftin mjög auðveld og þægileg. Þurrefnunum er blandað rólega saman í skál. Þar næst er vatni bætt útí og á deigið að vera pínu klístrað og blautt. Að lokum eru fræjunum bætt útí og valdi ég að hafa grasker- og sólblómafræ. Veltið deiginu nokkrum sinnum með höndunum. Hægt er að nota hvaða fræ sem er. Bon appetit!

Graskers og Sólblóma brauð
ca. 400 gr. spelt
3 tsk. lyftiduft
1 tsk sjávarsalt
2-3 msk. ólífuolía
200-300 ml kalt vatn
smá sítrónusafi eða ca. 1 msk
60 gr. graskersfræ
40 gr. sólblómafræ



Hver þarf Gló, Grænan Kost, Maður lifandi.... 
þegar maður getur eldað og bakað sjálfur heima ;)

- - - - - 

0 comments: