Það allra skemmtilegasta við mitt starf sem klæðskeri eru síðustu dagarnir þegar þú loksins sérð alla vinnuna verða að veruleika. Það eru ...

Góðir hlutir gerast hægt

Það allra skemmtilegasta við mitt starf sem klæðskeri eru síðustu dagarnir þegar þú loksins sérð alla vinnuna verða að veruleika. Það eru mörg skref sem þarf að taka eins og að skissa, sníðagerð, prufur, lagfæringar, breytingar, undirbúningur, saumaskapur og handsaumur. Þetta allt þarfnast mikillar þolinmæði og oft áttar fólk sig ekki á því hversu mikinn tíma það fer í að sauma eina flík. Síðustu vikur hef ég verið að vinna að mjög fallegum brúðarkjól. Þetta hefur verið strangt ferli en nú loksins er komin mynd á kjólinn. Ég get ekki beðið eftir því að afhenda brúðurinni kjólinn. Því fylgir alltaf mikill léttir og hamingja. Það er sú stund sem gerir þessa vinnu svo skemmtilega og lætur allt erfiðið vera þess virði.


-All photos by: leBLANCBOOK
- - - - - 

0 comments: